Fólk að rækta jörðina
Loftslagskaffi

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:15
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Liðnir viðburðir

Stofan | Loftslagskaffi - Vinnustofa

Fimmtudagur 2. nóvember 2023

Er þér umhugað um náttúruvernd og langar að tengjast öðrum í svipuðum hugleiðingum? Kíktu á opnun Loftslagskaffis þar sem einnig verður boðið upp á vinnustofu gegn loftslagskvíða

Marina Ermina og Marissa Sigrún Pinal leiða vinnustofuna þar sem þátttakendum er boðið að vinna með erfiðar tilfinningar sem vakna þegar við stöndum frammi fyrir áskorunum í loftslagsmálum og umhverfisvernd, eins og örvæntingu, máttleysi og loftslagskvíða. Á vinnustofum Loftslagskaffis leita þátttakendur leiða sem hægt er að fara til að byggja upp samfélag þar sem auðgandi menning, fólk og náttúra dafna. 

Öll velkomin, þátttaka ókeypis. 

Viðburður á Facebook

Fræðist meira um  hugmyndir að baki Loftslagskaffis í viðtali við Marinuog Marissu.

Frekari upplýsingar um Loftslagskaffi 
Marina Ermina, marina@greenwellbeing.org
Marissa Sigrún Pinal, msp5@hi.is 

Upplýsingar um verkefnið Stofan | A Public Living Room 
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is