Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Liðnir viðburðir

Sögustund og drekaföndur

Sunnudagur 10. september 2023

Sögustund, spjall og föndur

Við lesum saman bókina Dreki í múmíndal sem er endursögn á ,,Sögunni um síðasta drekann í heiminum"  eftir Tove Jansson. Sagan fjallar um lítinn dreka, frelsisþrá, vináttu, hjartasár, múmínsnáðann, vini hans og fjölskyldu.

Það var Cecilia Davidsson sem skrifaði söguna upp á nýtt, nafna hennar Cecilia Heikkilä myndskreytti og Gerður Kristný þýddi.

Að lestri loknum spjöllum við saman og föndrum eitthvað drekalegt. Sögustundin hentar best börnum 4 ára og eldri.

Nánari upplýsingar veitir:
Sæunn Þorsteinsdóttir, deildarbókavörður
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 6250