Um þennan viðburð
Pikknikk á Klambratúni
Borgarbókasafnið býður í lautarferð á Klambratúni. Gestgjafar deila nesti sínu með öðrum og hvetja okkur til að deila meiru og tengjast fleirum á jafningagrundvelli.
Við hvetjum öll að koma með eigið nesti og setjast með okkur á Klambratúni og spjöllum.
Gott er að kippa með sér teppi eða einhverju mjúku til að tylla sér á.
Þið finnið okkur undir rauðu og grænu sólhlífunum.
Lautarferðirnar eru tækifæri til að tengjast öðru fólki með nýjum hætti. Með því að deila því sem er nærandi viljum við ýta undir traust meðal fólks til að ræða málefni með nýjum hætti. Þessi lautarferð er skipulögð í samstarfi við Vesturmiðstöð Reykjavíkurborgar.
Öll velkomin og þátttaka ókeypis.
Nánari upplýsingar um Lautarferðir bókasafnsins:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is