Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 14:00
Verð
Frítt
Hópur
Ungmenni
Aldur
10 ára og eldri
Liðnir viðburðir

...--..-.. .--- .- | Perlur og Morskóði

Sunnudagur 15. október 2023

Skilaboð í perlum

Morskóði er samskiptamáti þar sem mislöng hljóð, ljósmerki eða önnur tákn eru notuð í stað bókstafa og tölustafa. Í þessari smiðju verða það perlur sem koma í staðinn fyrir bókstafi og tölustafi. Anna Júlía Friðbjörnsdóttir myndlistarkona kennir okkur að skrifa skilaboð og setningar í morskóða, þræða perlur á band og fela þannig skilaboð í hálsfestum, armböndum og óróum.

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir er myndlistarmaður starfandi í Reykjavík. Hún vinnur þvert á miðla og velur efni og aðferðir út frá eðlislægum eiginleikum og menningarlegu samhengi í verkum sem taka mið af samtíma og sögu.

Ókeypis aðgangur!

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Sæunn Þorsteinsdóttir, sérfræðingur
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 6250