Með djúpum tón by Rut Rebekku Sigurjónsdóttur
Með djúpum tón by Rut Rebekku Sigurjónsdóttur

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

Naglinn | Með djúpum tón

Mánudagur 5. júní 2023 - Föstudagur 1. september 2023

Listaverkið Með djúpum tón eftir Rut Rebekku Sigurjónsdóttur verður til sýnis á Naglanum í Borgarbókasafninu Sólheimum, frá 5. júní fram í byrjun ágúst. Naglinn er heitið á sýningaröð í Borgarbókasafninu Sólheimum og er þetta 16. sýningin í röðinni. Hver sýning samanstendur af einu listaverki og sem er fengið að láni úr Artótekinu, sem er til húsa í Borgarbókasafninu Grófinni.

Rut lauk myndlistarnámi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1982. Seinna stundaði hún nám og kenndi síðar einnig sem gestakennari í Skidmore College í New York. Rut hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði hér á landi og erlendis, til að mynda í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Í verkum sínum vinnur Rut mikið með línuna til móts við litaflötinn. Þá er manneskjan sem skapar, í gegnum tónlist, dans, eða hljóðfæraleik er áberandi í verkum hennar. Eins og sjá má í verkinu á naglanum.

Verkið valdi Sigrún Jóna Kristjánsdóttir, starfsmaður í Sólheimasafni.

 

Áhugasamir geta keypt verkið eða leigt það á kaupleigu, þá eignast viðkomandi verkið þegar það hefur verið greitt upp. Sé sýningarverkið keypt (eða leigt) má kaupandinn velja úr Artótekinu hvaða verk verður næst til sýnis á Naglanum.

Hægt er að leigja verkið á 2.000 kr. á mánuði eða kaupa á 45.000 kr.

Fyrir nánari upplýsingar um Artótekið, listamanninn eða verkið á https://artotek.is/


Aðrar upplýsingar veita:

Lísbet Perla Gestsdóttir
lisbet.perla.gestsdottir@reykjavik.is | s. 411 6160

Hólmfríður Gunnlaugsdóttir
holmfridur.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | s. 411 6112