Á slóðum furðusagna - kvöldganga með Hildi Knútsdóttur og Alexander Dan

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslenska
Liðnir viðburðir

Kvöldganga | Á slóðum furðusagna

Fimmtudagur 27. júní 2024

Alexander Dan Vilhjálmsson og Hildur Knútsdóttir eru þekkt fyrir að skrifa furðusögur. Sögusvið bóka þeirra er Ísland – og Reykjavík – en margt er þó öðruvísi en við eigum að venjast úr raunheimum. Í göngunni munu þau leiða gesti um miðborg Reykjavíkur og segja frá stöðum sem hafa verið þeim innblástur til að skrifa um öðruvísi veröld.

Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarbókasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur, Listasafn Reykjavíkur og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO standa fyrir. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum frá kl. 20:00 - 21:30 yfir sumarmánuðina.

Kynntu þér kvöldgöngur sumarsins HÉR.

Viðburður á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115

Bækur og annað efni