
Um þennan viðburð
Tími
14:00 - 16:00
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Fullorðnir
Liðnir viðburðir
Handverkskaffi í opinni dagskrá
Laugardagur 22. apríl 2023
Öll sem hafa gaman af handavinnu (t.d. hekli, prjóni og útsaumi) eru hjartanlega velkomin í notalega samverustund.
Engin skipulögð dagskrá, en það verður kveikt á hljóðnemanum ef einhver skyldi vilja kveða sér hljóðs svo búast má við óvæntum uppákomum s.s. kynningum, prjónasögum, prjónaspurningum og hvaðeina.
Við hittumst mánaðarlega:
21. janúar
18. febrúar
25. mars
22. apríl
Engin skráning, enginn kladdi - bara notaleg stemmning.
Frekari upplýsingar veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Gerðubergi
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | s. 411 6170