Myndafilma í bakgrunn, gamaldags bíómiði í miðjunni

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

Bíódagar

Föstudagur 6. október 2023

Borgarbókasafnið í Úlfarsárdal er í sannkölluðu bíóstuði þessa dagana. Ekki nóg með það að taka á móti RIFF kvikmyndahátíð heldur ætlum við að halda okkar eigin kvikmyndahátíð: Bíódaga! 
 

RIFF verður hjá okkur dagana 2.-6. október þar sem sýndar verða valdar stuttmyndir fyrir börn milli kl. 14-18.  

Af því tilefni ætla Borgarbókasafnið og Dalslaug að vera með skemmtilega dagskrá í Miðdal föstudaginn 6. október.  

Á milli kl. 17-19 verða sígildar teiknimyndir sýndar á stórum skjá í innilauginni þar sem hægt verður að fylgjast með hljóði myndarinnar bæði yfir og undir yfirborði vatnsins.  

Klukkan 19 verður ein af perlum þöglu myndanna, The Kid (1921), eftir Charlie Chaplin sýnd á hvíta tjaldinu í Miðgarði. Á meðan sýningu stendur mun tónlistarmaðurinn Kristján Hrannar Pálsson spinna lifandi tónlist við myndina, líkt og hefð var fyrir við flutning þögulla mynda á upphafsárum kvikmyndalistarinnar. Kristján Hrannar hefur komið víða við á sínum tónlistarferli, hann starfar sem organisti og kórstjóri við Óháða söfnuðinn í Reykjavík en hefur auk þess fjölbreyttan bakgrunn sem spannar allt frá raftónlist til djass- og rokktónlistar. 

Í lok kvöldsins, eða milli kl. 20-21:30, geta sundlaugagestir notið sín í útilauginni undir tónum sígildrar bíómyndatónlistar.  

 

Verið öll hjartanlega velkomin! 

 

Dagskrá kvöldsins - föstudagur 6. október: 

Kl. 17:00-19:00:   Innilaug | Sígildar teiknimyndir 

Kl. 19:00-20:00:   Miðgarður | The Kid (1921) eftir Charlie Chaplin – lifandi undirspil með Kristjáni Hrannari 

Kl. 20:00-21:30:   Útilaug | Bíómyndatónlist 

 

Viðburður á Facebook. 

 

Nánari upplýsingar: 
Stella Sif Jónsdóttir | Viðburðir 
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is