Allir með listasýning

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

Barnamenningarhátíð | Sýning | Allir með

Þriðjudagur 23. apríl 2024 - Sunnudagur 28. apríl 2024

Staðsetning: Torgið, 1. hæð

Opnun sýningar er þriðjudaginn 23. apríl kl. 10:30

Að haldast í hendur og ganga í takt sem ein heild getur reynst flókið. Hindranir leynast víða sem flækjast fyrir og hægt er að hrasa um. Eina leiðin áfram er að takast á við þær í sameiningu, en flest er hægt að leysa ef við styðjum hvort annað og leiðumst í gegnum þá þrautabraut sem heimurinn bíður upp á.

Allir með er samsýning listaverka eftir nemendur í leikskólunum Ævintýraborg (Eggertsgötu og Nauthólsvegi), Grænuborg, Miðborg og Tjörn (Öldugötu og Tjarnargötu) á vegum Barnamenningarhátíðar 2024.

Verkin á sýningunni urðu til út frá þema hátíðarinnar 2024 sem er lýðræði. Samvinna, vinátta, umhverfi og tungumál einkenna sýninguna en öll verkin leiða okkur á mismunandi slóðir í gegnum hugarheim þessara allra yngstu listamanna.

Viðburður á Facebook

Dagskrá Barnamenningarhátíðar

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6100