Live coding performance

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Aldur
16 ára og eldri
Tungumál
enska og íslenska
Fræðsla
Skapandi tækni
Tónlist

Núritun Live Coding Space | Leggjum línurnar

Mánudagur 23. september 2024

Forvitnir forritarar, flytjendur, tónskáld og listamenn! Langar ykkur að bæta við þekkingu og getu í tónsmíðum eða forritun? Þá er Núritun Live Coding Space kannski málið! Á þessum fyrsta hitting getur þú deilt hugmyndum þínum og hjálpað til við að móta þessa nýjung á bókasafninu. 

Núritun Live Coding Space er opið rými fyrir öll sem hafa áhuga á núritun (live coding), byrjendur jafnt sem lengra komin. Staður til að tengjast, vinna að verkefnum og læra nýja og skapandi tækni. Engin þörf er á reynslu í kóðun eða menntun í tónlist, það eina sem þarf er forvitni og opinn hugur. 

Við ætlum að spjalla saman og heyra hvað þú vilt fá út úr Núritun Live Coding Space. Hér eru nokkrar hugmyndir til að koma okkur af stað. 

  • Opnir tímar: Tími til að prófa sig áfram, gera tilraunir og fá aðstoð. Í tónlistar og myndvinnsluverinu í Grófinni, þar sem við hittumst er boðið upp á öll helstu tónlistar- og myndvinnsluforrit. 
  • Almenn kennsla í núritun: Lærum grunnatriðin í forritum eins og Strudel TidalCycles.  
  • Köfum dýpra: Skoðum tól eins og Max/MSP, Pure Data, Ableton Live, TouchDesigner. Prófum okkur áfram í að smíða hljóðfæri og forrit frá grunni, til dæmis með Arduino. 

Við hittumst í Tónlistar- og myndvinnsluverinu í Grófinni á 5. hæð og skoðum hvernig við getum skapað líflegt og gott rými fyrir áhugafólk um lifandi kóðun!  

 

Dagskrá: Núritun Live Coding Space  

Live Coding“ eða núritun er skapandi nálgun á forritun þar sem flytjandinn býr til tónlist eða myndlist með því að skrifa, breyta og meðhöndla kóða í rauntíma, venjulega fyrir framan áhorfendur. Á síðustu áratugum hefur þessi iðkun orðið að kraftmikilli skapandi listgrein á menningar- og tæknisviðum, meðal annars í tónlist, myndlist og tölvunarfræði. Í núritun fer sköpunin og tónsmíðin fram í rauntíma. Flytjandinn getur haft áhrif á flutninginn með myndefni, hreyfingu eða hverju sem er sem hægt er að stjórna. Kóðanum er oft varpað á skjá þar sem áhorfendur geta fylgst með. 

Sjá viðburðinn á Facebook.

Aldur: 16 ára og eldri 
Engin skráning 
Fer fram á íslensku og ensku. 

Nánari upplýsingar veitir: 
Karl James Pestka 
karl.james.pestka@reykjavik.is | 665 0898