Fataviðgerðir fyrir karla
Gert við föt í saumahorninu

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:30
Verð
Frítt
Kaffistundir

Handverkskaffi | Fataviðgerðir fyrir karla

Mánudagur 14. október 2019

Örnámskeið fyrir karla í minniháttar fataviðgerðum (önnur kyn eru líka velkomin). Umsjón með námskeiðinu hefur Elínborg Ágústsdóttir sem lærð er í kjólasaumi frá Tækniskóla Íslands en hún starfar sem bókavörður á safninu.

Farið verður yfir helstu grunnatriði í saumaskap t.d. að festa tölur og hnappa eða stytta buxur, 

Í saumahorninu eru þrjár saumavélar, tvær venjulegar og ein overlock-vél. Einnig er góð aðstaða til að taka upp snið. Þar geta gestir því saumað frá grunni en einnig er tilvalið að koma með flíkur og annað sem þarfnast viðgerðar. Miðað er við að þeir sem nota saumavélarnar séu að mestu sjálfbjarga nema þegar boðið er upp á skipulagða fræðslu.

Einnig eru opnir tímar einu sinni í mánuði þar sem bókaverðirnir Elínborg Ágústsdóttir sveinn í kjólasaumi og Andzelina Kusowska Sigurðsson klæðskeri,veita gestum ráðgjöf varðandi saumaskap.

Verið velkomin!

 

Nánari upplýsingar veitir:
Jónína Óskarsdóttir, deildarbókavörður
jonina.oskarsdottir@reykjavik.is
s. 411 6250

Merki