Vanja frændi

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Spjall og umræður

Leikhúskaffi | Vanja frændi

Þriðjudagur 17. desember 2019

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikstjóri sýningarinnar, gestum frá uppsetningu Borgarleikhússins á Vanja frænda, sígildu leikriti Antons Tsjékhovs.  Í kjölfarið verður rölt yfir í Borgarleikhúsið þar sem gestir fá stutta kynningu á leikmynd og annarri umgjörð sýningarinnar. Þeim sem mæta býðst að kaupa miða á leikritið á 10% afslætti eftir leikhúskaffið.

Borgarleikhúsið og Borgarbókasafnið í Kringlunni hafa síðustu ár boðið upp á leikhúskaffi í sameiningu. Þar eru leiksýningar kynntar fyrir áhugasömum fyrir frumsýningu. Í þetta sinn er það Brynhildur Guðjónsdóttir sem leikstýrði vinsælli sýningu Borgarleikhússins á Ríkharði III sem kemur og segir frá uppsetningu sinni á öðru sígildu leikriti. Vanja frændi er eitt af stóru meistaraverkum Antons Tsjékhovs og af mörgum talið það skemmtilegasta. Þrátt fyrir brostnar vonir og sorg er það stútfullt af húmor og náttúrulegum léttleika. 

Viðburðurinn er ókeypis, allir velkomnir.

Nánari upplýsingar veitir:
Guttormur Þorsteinsson, bókavörður
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | 411 6204

Merki

Bækur og annað efni