Um þennan viðburð

Tími
12:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Aldur
16 ára og eldri
Tungumál
Íslenska og enska
Fræðsla
Skapandi tækni

Smiðja | Lifandi kóðun (Live Coding) fyrir konur og kynsegin með Ólöfu Rún

Fimmtudagur 6. júní 2024

Vinnustofa ætluð konum og kynsegin einstaklingum. Markmið vinnustofunnar er að kynna Sonic Pi „live coding“ hugbúnaðinn til tónlistarsköpunar. Söngkonan og pródúsentinn Ólöf Rún (www.instagram.com/olofbenedikts) kennir.

Kennt er á íslensku og ensku. Smiðjan fer fram í tónlistar- og myndvinnsluveri á 5. hæð.

 

Vinnustofan er ætluð 16 ára og eldri og ekki er þörf á að hafa reynslu í forritun. Mælt er með því að hafa með sér tölvu og heyrnartól, en þó er takmarkaður fjöldi tölva á staðnum ef óskað er eftir því.

Markmið:

  • Að gefa þátttakendum innsýn inn í lifandi kóðun (live coding) og notkun forritunar í tónlistarsköpun.
  • Þátttakendur öðlast færni í að nota hugbúnaðinn Sonic Pi til að skapa tónlist í rauntíma. Farið verður yfir helstu virkni og eiginleika forritsins.
  • Að vinnustofu lokinni hafa þátttakendur öðlast öryggi til að notfæra sér tæknina sem tæki til tónlistarsköpunar, skilja grunnhugtök forritunar í samhengi við tónlistarframleiðslu og öðlast færni í að nota Sonic Pi.

Athugið að þessi vinnustofa er eingöngu ætluð konum og kynsegin, en vinnustofa opin öllum er í boði þann 5. júní. 

Vinnstofan styðst við the Berlin Code of Conduct (https://berlincodeofconduct.org)

 

Athugið!

Þátttakendur fá afslátt á tónleika á RADAR (500 kr miðinn), þar sem DJ_Dave, Lil Data, c_robo, Ólöf Rún & fleiri koma fram. Ef áhugi er fyrir hendi er þátttakendum einnig boðið að spila í 5-10 mínútur í beinni útsendingu í hjóðkerfinu á RADAR. Nánari upplýsingar HÉR.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Karl James Pestka, verkefnastjóri skapandi tækni
karl.james.pestka@reykjavik.is | 411 6122