Um þennan viðburð
FULLBÓKAÐ! Smiðja | Lifandi kóðun (Live Coding) með Lil Data
Í vinnustofunni, sem hentar byrjendum, gefst þátttakendum tækifæri að læra á Strudel, sem er vinsælt vafraforrit fyrir lifandi kóðun (live coding). Dr. Jack Armitage, sem er þekktur undir nafninu Lil Data (instagram.com/lildata.music) leiðir vinnustofuna.
Kennt er á ensku. Vinnustofan fer fram í tónlistar- og myndvinnsluverinu á 5. hæð.
Vinnustofan er fullbókuð.
Vinnustofan er ætluð 16 ára og eldri og ekki er þörf á að hafa reynslu í forritun. Mælt er með því að hafa með sér tölvu og heyrnartól, en þó er takmarkaður fjöldi tölva á staðnum ef óskað er eftir því.
Vinnustofan er ætluð 16 ára og eldri og ekki er þörf á að hafa reynslu í forritun. Mælt er með því að hafa með sér tölvu og heyrnartól, en þó er takmarkaður fjöldi tölva á staðnum ef óskað er eftir því.
Lifandi kóðun er leið til að skapa tónlist með því að forrita og breyta kóða í rauntíma fyrir framan áhorfendur. Life Coding hefur rutt sér til rúms á síðustu áratugum og hefur vakið athygli á sviði menningar og tækni, jafnt í tónlist, sjónlistum til tölvunarfræði. Í lifandi kóðun fer tónsmíðin fram fyrir framan áhorfendur og flytjendur geta tjáð sig með hljóði, sjónrænt, með vélmennum eða eigin hreyfingum. Í flutningi er kóðanum oft varpað á skjá til að áhorfendur geti fylgst með. Nánari upplýsingar um lifandi kóðun er að finna á www.toplap.org.
Athugið að vinnustofa eingöngu ætluð konum og kynsegin er í boði þann 6. júní.
Vinnstofan styðst við the Berlin Code of Conduct.
Athugið!
Þátttakendur fá afslátt á tónleika á RADAR (500 kr miðinn), þar sem DJ_Dave, Lil Data, c_robo, Ólöf Rún & fleiri koma fram. Ef áhugi er fyrir hendi er þátttakendum einnig boðið að spila í 5-10 mínútur í beinni útsendingu í hjóðkerfinu á RADAR.
Nánari upplýsingar hér: https://www.facebook.com/events/1467172794008242
Nánari upplýsingar veitir:
Karl James Pestka, verkefnastjóri skapandi tækni
karl.james.pestka@reykjavik.is | 411 6122