Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:30
Verð
Frítt
Fræðsla
Tónlist
Velkomin

Café Lingua | Litháískir tónar

Fimmtudagur 16. maí 2019

Café Lingua | Litháískir tónar
Borgarbókasafn | Menningarhús Grófinni
Fimmtudagur 16. maí kl. 17 – 18.30


*English below

Það verður líf á fjör á dagskrá Café Lingua fimmtudaginn 16. maí kl. 17.00 í Borgarbókasafninu í Grófinni. Þá mun litháíski sönghópurinn TakTur standa fyrir kynningu á litháískri tungu í gegnum ljóð og söng. Hann mun flytja litháísk þjóðlög og dægurtónlist og verður leikið undir á píanó og „kankles“, sem er gamalt litháískt hljóðfæri. Á dagskránni, sem verður mjög litrík og fjölbreytileg, verður einnig fjallað um tungumál og menningu Litháens. Gestir eiga án vafa eftir að upplifa eitthvað nýstárlegt og skemmtilegt. Kynningin fer fram á íslensku.

Sönghópurinn TakTur var stofnaður árið 2018 og stendur saman af tíu Litháum sem búsettir eru á Íslandi. Kórinn er undir stjórn Renata Birgita Pratusyte sem er menntaður píanókennari og hefur staðið fyrir móðurmálskennslu litháískra barna á Íslandi til margra ára.

Café Lingua er gátt inn í mismunandi menningarheima og er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja hitta aðra, efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á ýmsum tungumálum. Markmið Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands og hafa auðgað mannlíf og menningu.

Fólk með íslensku sem annað mál fær tækifæri til þess að tjá sig á íslensku sem og að kynna móðurmál sitt fyrir öðrum. Viðburðirnir fara fram í menningarhúsum Borgarbókasafnsins, í Veröld – húsi Vigdísar og í Stúdentakjallara Háskóla Íslands.

Allir velkomnir og þátttaka ókeypis.

Sjá viðburðinn á Facebook.

Nánari upplýsingar:

Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafninu
kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is

Renata Pratusyte, kórstjóri og umsjónarmaður viðburðarinns
renata.pratusyte@gmail.com
 

*English

Café Lingua | Lithuanian tones

The next Café Lingua program will be a lifely one and takes place on Thursday, May 16 at 17.00 at The Reykjavik City Library, Tryggvagata 15. The Lithuanian song group TakTur will give a presentation of the Lithuanian language through poetry and singing. They will be performing Lithuanian folk music accompanied by piano and "kankles", an old Lithuanian instrument. The program, which will be very colorful and diverse, will also inlcude a discussion of the language and culture of Lithuania. The guests will definitely experience something new and fun. The presentation will be in Icelandic.

The music group TakTur was founded in 2018 and consists of ten Lithuanians living in Iceland. The choir is conducted by Renata Birgita Pratusyte, who is an educated piano teacher and has been a mother tongue teacher for Lithuanian children in Iceland for many years.

Café Lingua is a gateway to different languages and cultures and is an ideal venue for those who want to meet others ans enhance their language skills. Café Lingua's goal is to mobilize the languages ​​that have come to Iceland enriching the society and culture.

People with Icelandic as a second language have the opportunity to express themselves in Icelandic as well as to introduce their mother tongue to others. The events take place in the Cultural Houses of Reykjavik City Library, in the Veröld - House of Vigdís and in Stúdentakjallarinn at the University of Iceland.

See Facebook event here