Hljóðbækur fyrir alla

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Fræðsla
Kaffistundir
Velkomin

Tæknikaffi | Ljósmyndir, ljósmyndabækur og einföld myndvinnsla

Fimmtudagur 28. nóvember 2019

Átt þú stafræna myndavél en saknar þess að skoða myndirnar í myndaalbúmi? Vantar þig leiðsögn varðandi skipulag, geymslu og úrvinnslu ljósmyndanna þinna? Hrönn í Tæknikaffinu er með lausnirnar á reiðum höndum!

Hrönn Traustadóttir kemur í Tæknikaffið og veitir leiðsögn og persónulega aðstoð við að vinna úr ljósmyndum sem teknar eru á snjallsíma eða spjaldtölvur. Hún kynnir hvernig best er að geyma myndir, hvernig skal færa myndir úr snjalltæki yfir á tölvu og hvernig má breyta myndum í einföldum myndvinnsluforritum sem allir get lært á.

Einnig mun hún fara yfir hvernig hægt er að gera myndabækur frá grunni á netinu og panta bækurnar heim til að eiga eða gefa vinum og ættingjum. Fleiri skemmtilegar leiðir eru í boði til að búa til myndaalbúm og mun Hrönn kynna hvað er í boði, til dæmis að gera myndabækur/dagbækur beint af Facebook.

Við hvetjum fólk til að koma með eigin snjalltæki og tölvur til að auðvelda kennslu og aðgengi.

Tæknikaffið er opið öllum og kostar ekkert. Verið hjartanlega velkomin.

Nánari upplýsingar veitir: 
Þorbjörg Karlsdóttir
thorbjorg.karlsdottir@reykjavik.is