Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Staður
Sólheimar 27, 104 Reykjavík
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir
Tónlist

Lífsstílskaffi | Það er allt í lagi að leggja sig á daginn | FELLUR NIÐUR

Fimmtudagur 10. október 2019

Af óviðráðanlegum orsökum fellur viðburðurinn Það er í lagi að leggja sig á daginn niður að þessu sinni.

 

Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum verður Hljómsveitin Eva með fyrirlestur í tali og tónum undir yfirskriftinni Það er allt í lagi að leggja sig á daginn í Borgarbókasafninu Sólheimum fimmtudaginn 10. október kl. 17:30-18:30.

Í fyrra lenti Sigga, helmingur hljómsveitarinnar í því að brenna út, kulna. Hún vann yfir sig, gerði of margt, tók að sér of mikið og endaði í kulnun sem hún vissi varla hvað var á þeim tíma. Við gripum tækifærið og fórum að rannsaka þetta samfélagsmein og hvernig það kemur til og komumst að því að Sigga er ekki ein. Af hverju erum við svona yfirkeyrð? Er ekki passlegt að vinna fulla vinnu, sjá um heimilið, fara í ræktina og stunda núvitund, kaupa inn og fara með bílinn í skoðun? Er þetta nokkuð mál?

Afraksturinn er þessi fyrirlestur í tali og tónum sem við vonum að sé um leið afslappandi og uppfræðandi og kannski að þið brosið út í annað.

Hljómsveitin Eva samanstendur af tónlistarkonunum og sviðshöfundunum Sigríði Eir Zophoníasardóttur og Völu Höskuldsdóttur. Hljómsveitin Eva er þekkt fyrir töfrandi og líflega framkomu sem kemur áheyrendum sífellt á óvart, kitlar hláturtaugarnar og snertir hjörtun um leið.

Heitt á könnunni og allir velkomnir!
Viðburðurinn á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
María Þórðardóttir
maria.thordardottir@reykjavik.is | s. 411 6160