Hendi að nota ipad

Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir
Spjall og umræður

Tæknikaffi | Ferðalög

Fimmtudagur 16. maí 2019

Á að fara í ferðalag í sumar? En þú átt kannski í erfiðleikum með að skilja hvernig best sé að bóka hótelgistingu, flugmiða, hlaða niður götukortinu á símann og athuga hverjar reglurnar á tjaldstæðinu eru? Komdu þá í Tæknikaffið á bókasafninu þar sem starfsfólk fer yfir þessi atriði á einfaldan og aðgengilegan hátt í þægilegu og afslöppuðu umhverfi. 

Tæknikaffi og verður á fyrstu hæð í Borgarbókasafninu Grófinni, alla fimmtudaga. Í Borgarbókasafninu hefur almenningur í mörg ár haft aðgang að netinu og hafa starfsmenn aðstoðað við ýmislegt því tengdu þegar eftir því hefur verið leitað. 

Um Tæknikaffið

Tæknikaffið veitir fólki aðstoð við að nota netið, tölvur, spjaldtölvur og síma. Best er að fólk hafi eigin tölvur eða snjallsíma meðferðis en það verða þó einhverjar tölvur til afnota svo og skanni og heyrnartól. Aðra hverja viku sérstök erindi haldin þar sem fólki er kennt á ýmislegt skemmtilegt. Þess á milli eru stundirnar opnar og getur fólk fengið aðstoð frá starfsmanni safnsins sem verður á staðnum eða hjálpað hvert öðru. Starfsmaðurinn verður kannski ekki tölvunarfræðingur en vinnur við tölvur daglega og kann því ýmislegt, við lofum ekki að leysa öll vandamál en við reynum okkar besta. Svo er fólk hvatt til að senda okkur ábendingar um hvað sniðugt væri að fjalla um í framtíðinni.

Info in English on Facebook.

Merki