Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 19:00
Verð
Frítt
Staður
Sólheimar 27
104 Reykjavík
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir
Spjall og umræður

Blómakaffi | Pottablómin okkar

Fimmtudagur 2. maí 2019

Boðið verður upp á Blómakaffi í Borgarbókasafninu Sólheimum fimmtudaginn 2. maí kl. 17:30. Þar mun Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur fræða okkur um hvernig best er að hugsa um pottablómin okkar allan ársins hring.

Hafsteinn Hafliðason er einn þekktasti garðyrkjumaður landsins og starfaði lengst af hjá Blómavali. Auk þess hefur hann starfað sem garðyrkjustjóri í tveimur sveitarfélögum en frá árinu 2003 hefur hann verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi um allt sem lýtur að ræktun. Hafsteinn hefur komið að kennslu í Garðyrkjuskóla LbhÍ, setið í ritstjórn Garðyrkjuritsins um árabil og verið mjög virkur í leiðbeiningum á ræktunarsíðum á Facebook.

Heitt á könnunni og allir velkomnir!

Viðburðurinn á Facebook

 

Nánari upplýsingar veitir:
María Þórðardóttir
maria.thordardottir@reykjavik.is
Sími: 411 6160

Merki