Several christmas ornaments.

Um þennan viðburð

Tími
15:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
íslenska, english
Föndur

Tilbúningur | Jólakúlur

Þriðjudagur 9. desember 2025

Búðu til jólaskraut með okkur!

Við skreytum vattkúlur með málningarpennum, og búum þannig til skemmtilegar og persónulegar jólakúlur.

Viðburðurinn er viðeigandi fyrir fólk á öllum aldri, og við hvetjum fullorðið fólk sérstaklega til að leyfa sér að taka þátt og vera skapandi, óháð „listrænum hæfileikum“. Áhöld og efniviður verða á staðnum, en þér er velkomið að taka pennaveskið með! Aðgangur er ókeypis og skráning er ekki nauðsynleg.

Viðburðurinn fer fram á annarri hæð, en er aðgengilegt með lyftu.

Tilbúningur fer fram á Borgarbókasafninu í Árbæ annan þriðjudag hvers mánaðar, og á Borgarbókasafninu í Spönginni fyrsta miðvikudag hvers mánaðar.

Viðburðurinn á facebook.

Nánari upplýsingar veitir:
Védís Huldudóttir | Sérfræðingur
vedis.huldudottir@reykjavik.is | 411-6244 ✆