Saga Garðarsdóttir

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

FRESTAÐ Krakkahelgar | Brandarar og prakkarastrik - 101

Sunnudagur 29. mars 2020

Vinsamlegast athugið að þessum viðburði hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Saga Garðarsdóttir brandaragerðarkona og Katrín Oddsdóttir prakkari munu vera með tvíþætt námskeið fyrir 9-12 ára þar sem þær fara yfir alla helstu brandarana og þekktustu prakkarastrik sögunnar.

Farið verður meðal annars yfir muninn á hrekk og prakkarastriki og krökkum kennt að stilla bananahýði vandlega upp svo einhver muni örugglega renna á því. Auk þess verður klassísk uppbygging brandara útskýrð til hlýtar. Teiknibólur, prumpublöðrur og gervisígarettur verða á staðnum.

Að loknu námskeiði er ætlast til þess að börnin séu orðin fyndnari og hrekkjóttari heldur en í upphafi námskeiðs.

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir
Netfang: gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6100

Viðburður á Facebook / Info in English on Facebook