Um þennan viðburð
Sýning | Skissur verða að bók – Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
Á þessari sýningu getur þú séð inn í töfrandi heim barnabókanna. Myndhöfundur leyfir okkur að fylgjast með hugmyndavinnu og skissugerð sem að lokum verða að fullsköpuðum myndum í barnabókum.
Alexandra Dögg Steinþórsdóttir fæddist á Akureyri 1991 en býr nú og starfar í Reykjavík. Hún er með diplóma í teikningu frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og hefur myndlýst fyrir fjölda aðila svo sem Bíó Paradís, Þroskahjálp, Reykjavíkurborg og ASÍ. Hennar fyrsta bók Mér líst ekkert á þetta kom út árið 2023 en Alexandra Dögg hefur skapað furðusögur og gert myndir frá barnsaldri. Hún vinnur mest með vatns-og gouache liti.
Á sýningunni verður hægt að sjá allt efnið sem Alexandra Dögg vann að í sköpunarferli bókarinnar, frá fyrstu skissum yfir í lokaafurðina.
Sjá viðburð á Facebook.
Boðið verður uppá skrímslasmiðju fyrir börn í tengslum við sýninguna.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6100