
Um þennan viðburð
Sögustund á litháísku | Hver býr í kastalanum?
Jurgita Motiejunaite, listakona og kennari í Litháíska móðurmálsskólanum, mun kynna og lesa upp úr nýlegum litháískum barnabókum sem Borgarbókasafnið keypti í lok árs 2024. Hægt verður að skoða bækurnar á staðnum og korthafar geta fengið þær lánaðar með sér heim. Eftir lesturinn kennir Jurgita áhugasömum að teikna kastala í öllum regnbogans litum. Þau sem vilja mega gjarnan mæta í búning.
---
Islandijos lituanistinės mokyklos mokytoja ir menininkė Jurgita Motiejūnaitė pristatys naujas lietuviškas knygas vaikas, Reikjaviko miesto bibliotekos įsigytas 2024 metų pabaigoje. Jurgita taip pat paskaitys pasakėlių iš naujųjų knygelių. Bus galima pavartyti ir paskaityti lietuviškas knygeles, piešti ir nuspalvinti pilį. Vaikai gali atiti su karnavaliniais kostiumais.
Nánari upplýsingar veitir:
Jessica Devergnies Wastraete, sérfræðingur
jessica@reykjavik.is | 411 6206