
Um þennan viðburð
Tími
16:30 - 18:00
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Börn
Aldur
3+
Tungumál
Íslenska
Börn
Haustfrí | Draugaleg sögustund
Þriðjudagur 28. október 2025
Verið velkomin á draugalega sögustund á bókasafninu. Við lesum saman Það er draugur í húsinu eftir Oliver Jeffers, þar sem við þurfum að komast að því hvort það sé raunverulegur draugagangur í húsinu eða hvort þetta sé allt bara ímyndun. Að lestri loknum spjöllum við saman og föndrum eitthvað draugalegt.
Öll velkomin, kaffi á boðstólum fyrir fullorðna fólkið.
Kynnið ykkur heildardagskrá Borgarbókasafnsins í haustfríinu!
Viðburður á Facebook.
Nánari upplýsingar veitir:
Vala Björg Valsdóttir, sérfræðingur
vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is | 411 6270