
Um þennan viðburð
Tími
13:00 - 14:00
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Börn
Tungumál
pólska, spænska, arabíska og enska
Börn
Föndur
Prinsessusögustund og föndur
Laugardagur 1. nóvember 2025
Snjósystur, Garðabrúða og Þjófaprinsinn bjóða upp á töfrandi sögustund á pólsku, spænsku, arabísku og ensku. Að lokinni sögustund gefst tækifæri til þess að leyfa sköpunarkraftinum að njóta sín í skemmtilegri smiðju þar sem börnin búa til kórónu sem þau fá að taka með sér heim!
Á milli sögustunda verður söngur og dans og því er gott að vera tilbúinn að hreyfa sig og dansa með uppáhaldspersónunum.
Þátttaka ókeypis, öll velkomin.
Viðburðurinn hlaut verkefnastyrk frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna barna á flótta á leikskóla- og framhaldsskólaaldri.
Nánari upplýsingar veitir:
Jessica Chambers, contact@prinsessur.is
prinsessur.is