Börn
Sögustund | Leikur að bókum
Laugardagur 6. apríl 2024
Leyfum sögunum að lifna við í leik! Hittumst í barnadeildinni og leikum okkur að sögum.
Birte og Imma leiða börnin í gegnum skemmtilega sögustund þar sem mikill leikur kemur við sögu. Í leik að bókum verða söguþræðir og sögupersónur innblástur að rammaleik þar sem öll taka þátt.
Birte Harksen og Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir hafa þróað leið til að auka innlifun og upplifun leikskólabarna á bókalestri og gera hann skemmtilegan og líflegan. Leikur að bókum er aðferð til að vinna með barnabækur þannig að börnin leiki söguna og prófi öll hlutverkin í henni.
Leikur að bókum hentar börnum frá 3 ára aldri.
Öll velkomin.
Nánari upplýsingar veitir:
Herdís Anna Friðfinnsdóttir, sérfræðingur
herdis.anna.fridfinnsdottir@reykjavik.is | 411-6230