glass jar lantern

Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Lýsum upp skammdegið með endurunnum luktum!

Sunnudagur 25. febrúar 2024

Komið og búið til skrautlegar luktir úr glerkrukkum á Kakó Lingua! Við verðum með skreytingaefni á staðnum til að breyta venjulegum glerkrukkum í fallegar luktir, en ekki gleyma að koma með glerkrukkur að heiman! Við tölum íslensku, ensku, frönsku, pólsku, spænsku en finnum leiðir til að eiga samskipti og hafa gaman á öllum tungumálum. 

Þátttaka er ókeypis og skreytingaefnið verður allt á staðnum!

Á Kakó Lingua viðburðum er lögð áhersla á fjölmenningarlegar samverustundir þvert á kynslóðir. Með því að nota sjónræna samsköpun og mismunandi tungumál í vinalegu og hvetjandi umhverfi, nýtum við færni hvers annars og tengjumst með því að hafa samskipti umfram tungumálið. Viðburðirnir fara fram á Borgarbókasafninu Kringlunni, þátttaka er ókeypis og allt efni á staðnum. Síðast, en ekki alls ekki síst, það er alltaf heitt kakó á boðstólnum og notaleg tónlist á fóninum.

Viðburðurinn á Facebook

Frekari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is