duostemma
duostemma

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 13:45
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Krakkahelgar | Jólastund Dúó Stemma

Laugardagur 7. desember 2019

Laugardaginn 7. desember klukkan 13:00 kemur Dúó Stemma í heimsókn á Borgarbókasafnið í Spöng.

Dúó Stemma bregða á leik á aðventunni og fara með þulur og leika ýmis jólalög á ótrúlegustu hljóðfæri eins og hestakjálka og steina.  Einnig segja þau og spila skemmtilegt ævintýri um vináttuna.

Viðburður á Facebook / Info in English on  Facebook

Dúó Stemma eru Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari.
Þau eru bæði í Sinfóníuhljómsveit Íslands og  hafa starfað saman í Dúó Stemmu í fjöldamörg ár og fengu viðurkenningu frá  IBBY samtökunum árið 2008 fyrir framlag þeirra til barnamenningar á Íslandi.

Þið eruð öll hjartanlega velkomin (meðan pláss leyfir), það er engin skráning og kostar ekkert.

Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Antonsdóttir, deildarbókavörður
Netfang: sigrun.antonsdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6230