Borðspil

Um þennan viðburð

Tími
13:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
9-12
Börn
Föndur

Fullbókað! Sumarsmiðja | Borðspilahönnun

Mánudagur 12. júní 2023 - Föstudagur 16. júní 2023

Allir geta hannað spil með rétta hugarfarinu, þar með talið þú!

Borðspil eru frábær afþreying með vinum og fjölskyldu. 

Í þessari smiðju munum við fyrst og fremst spila okkur til skemmtunar og læra ný spil. En þar að auki munum við gera æfingar sem byggja upp grunnþekkingu í leikjahönnun, spila spil okkur til innblásturs og að lokum prófa að hanna okkar eigin kortaspil.

Leiðbeinandi smiðjunnar, Steingerður Lóa Gunnarsdóttir, er menntaður leikjahönnuður og með einstaka þekkingu á borðspilum vegna vinnu sinnar til margra ára í Spilavinum.

Sjá viðburð á Facebook.

Skráning er hafin á sumar.vala.is

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6100