Sögur - tónsmíðar

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
9-12 ára
Tungumál
íslenska
Börn

FULLBÓKAÐ! Sögur | tónsmíðar

Sunnudagur 12. október 2025

Staðsetning: Verkstæðið, 5. hæð 

Borgarbókasafnið í samstarfi við Sögur býður börnum að læra að búa til sitt eigið lag undir leiðsögn Vigfúsar Karls Steinssonar. 

Námskeiðið er þrjú skipti, sunnudagana 12., 19. október og 2. nóvember 

FULLBÓKAÐ ER Á NÁMSKEIÐIÐ!

Dagskrá: 

  • 12. október:  Farið er yfir grunn í tónlistar- og textagerð og í hugmyndavinnu. (13:00-15:00) 
  • 19. október:  Börnin vinna að tónlist sinni í minni hópum (1 tími  einhvern tíma á milli 13:00-16:30) 
  • 2. nóvember: Börnin leggja lokahönd á lagið sitt og undirbúa það til sendingar í samkeppni Sagna (1 tími einhvern tíma á milli 13:00-16:30) 

Í lok námskeiðsins eru börnin hvött til þess að taka þátt í samkeppni Sagna. Eftir áramót verða þrjú lög valin og þau börn tækifæri að fullvinna lagið sitt með pródúsent og tónlistarmönnum. Lögin þrjú verða flutt á verðlaunahátíð Sagna næsta vor í beinni útsendingu á RÚV. Það er því til mikils að vinna! 

Vigfús Karl er tónlistarmaður og plötusnúðurinn Fusion Groove. Hann hefur þeytt skífum alla sína fullorðinsævi og unnið í tónlistargeiranum í fjöldamörg ár við hin ýmsu verkefni. Hann er einnig frístundaleiðbeinandi og hefur lengi kennt börnum og ungmennum raftónlistargerð og taktsmíðar. 

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146