Kosning í Gerðubergi

Hvetjum börnin til að kjósa sínar uppáhaldsbækur og -myndlýsingar

Nú stendur yfir kosning fyrir Bókaverðlaun barnanna og Myndlýsingu ársins. Kosningarétt hafa börn í 1.-7. bekk. Þau gefa sínum uppáhaldsbókum og -myndlýsingum, sem komu út á árinu 2024, atkvæði sitt.

Kosningin stendur til 28. mars og fer hún fram í almennings- og skólabókasöfnum um allt land auk þess sem hægt er að kjósa með rafrænum hætti með því að smella á hnappana hér fyrir neðan.

Laugardaginn 12. apríl verður tilkynnt hvaða 10 bækur hlutu flest atkvæði á veglegri verðlaunahátíð í Gerðubergi.

Miðvikudaginn 28. maí fer fram tilnefningarhátíð Sagna í Borgarleikhúsinu. Þar verða tilnefningar til Verðlaunahátíðar Sagna kynntar og að vanda hljóta fimm íslenskar bækur og fimm myndlýsingar tilnefningu.

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 18. mars, 2025 13:00