Um þennan viðburð
Fjölskyldumorgnar | Krílastund
Eigum saman notalega stund með yngstu krílunum við leik, spjall og lestur.
Klukkan 11 býður starfsmaður upp á söngstund þar sem við kynnum fyrir börnunum þessi gömlu góðu; Fröken Reykjavík, Bláu augun þín, Ég veit þú kemur og annarri klassík. Það er í boði að koma með óskalög, svo lengi sem gítarleikarinn kannast við lagið verður það látið flakka!
Hér skapast gott tækifæri til að kynnast öðrum með lítil börn og skiptast á sögum um lífið og tilveruna.
Bókasafnið á mikið af forvitnilegum og fræðandi bókum og tímaritum sem tengjast uppeldi og umönnun ungbarna, sem hægt er að glugga í á safninu og korthafar geta gripið með sér heim.
Svo er auðvitað mikið úrval af krílabókum til að kveikja áhuga barnanna á bókmenntum!
Á fimmtudagsmorgnum eru einnig krílastundir í Grófinni en þá óma um barnadeildina Krummi krunkar úti, Lagið um litina, Allir krakkar og fleiri skemmtileg leikskólalög.
Krílastundirnar á fimmtudögum eru á sama tíma og á mánudögum.
Staðsetning: Barnadeild á 2. hæð
Allir fjölskyldumorgnar á Borgarbókasafninu
Kynnið ykkur barnadeildir Borgarbókasafnsins
Nánari upplýsingar veitir:
Barbara Guðnadóttir
barbara.gudnadottir@reykjavik.is | s. 411 6100