bokakapur
bokakapur

Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Bókaverðlaun barnanna | Uppskeruhátíð

Fimmtudagur 25. apríl 2019

Okkur langar til þess að bjóða bókelskandi barnafjölskyldum og öðrum bókaormum í bráðskemmtilega og töfrandi stund á sumardaginn fyrsta, eða fimmtudaginn 25. apríl klukkan 14.00-15.00.
Við tilkynnum hvaða 10 bækur börnin völdu sem áhugaverðustu bækur síðasta árs. Þessar bækur komast áfram í kosningu KrakkaRÚV, Sögur – verðlaunahátíð barnanna sem verður opnuð með hátíðlegri athöfn á þessari hátíð. Í framhaldinu munum við svo verðlauna 10 heppin börn sem tóku þátt í Bókaverðlaunum barnanna.
Í lokin mun Jón Víðis sýna töfrabröð og skemmta okkur eins og honum einum er lagið.

Allir velkomnir!

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
Netfang: ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6100