Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 14:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Barnabókaball

Sunnudagur 1. desember 2019

Það verður sannkölluð hátíðarstemning í Grófinni þegar við bjóðum upp á barnabókaball í fyrsta skipti. Ballið byrjar á því að barnabókahöfundar koma og lesa upp úr bókum sínum í notalegri kaffihúsastemningu á Torginu og barnabókaverðir bjóða gestum upp á heitt kakó og piparkökur. Eftir huggulega kakó- og barnabókastund koma hressir og kátir jólasveinar og fá alla með sér í fjör á Bókatorginu þar sem slegið verður upp jólaballi. Píanóleikari mun leika undir jólalögin sem við þekkjum öll.

Dagskrá:
• Fyrsti gluggi jóladagatals Borgarbókasafns opnaður og Gréta Þórsdóttir Björnssson les fyrsta kafla dagatalsins, Jólaálfurinn sem flutti inn
• Eva Rún Þorgeirsdóttir les upp úr bók sinni Stúfur hættir að vera jólasveinn
• Gunnar Helgason les upp úr bók sinni Draumaþjófurinn
• Jólasveinar mæta á svæðið með glaðning og bjóða öllum með sér á jólaball

Viðburðurinn á Facebook / Info in English on Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411 6100

Bækur og annað efni