Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Börn
Sýningar

Manga á menningarnótt

Fimmtudagur 16. ágúst 2018

Borgarbókasafnið í Grófinni heldur upp á menningarnótt og býður borgarbúum upp á sannkallaða manga veislu frá kl. 13-19 þar sem haldið er upp á japanska menningu! Í boði verður fullt af skemmtilegum uppákomum fyrir bæði börn og fullorðna. 

DAGSKRÁ
13-16 | Flugdrekar - búðu til þinn eigin flugdreka
13-18 | Mangaþon - horfðu á mangaheim verða til
13-18 | Andlitsmálning og myndataka
13-18 | Ratleikur
​13-19 | Makoto Yukimura - sýning á Vínlands sögu
14-17 | Manga krakkar - lærið að teikna manga
15-18 | Manga andlitsmyndir - fáðu mynd af þér í mangastíl
16-17 | Japanskt letur - lærðu að skrifa nafnið þitt á japönsku
17-20 | Karókí

➡️ FLUGDREKAR
(13-16)
Þegar vindar blása er gaman að leika sér með fallega flugdreka. Jón Víðis töfrar fram litríka flugdreka með ykkar aðstoð. Leiðbeinandi: Jón Víðis

➡️ MANGAÞON
(13-18)
Íslenskir teiknarar taka þátt í "mangaþoni" og spreyta sig á mangastílnum. Komið og fylgist með þeim skapa sinn eigin mangaheim. Umsjón: Fyrirmynd, félag teiknara og myndhöfunda

➡️ ANDLITSMÁLNING OG MYNDATAKA
(13-18)
Í veröld manga búa margar kynjaverur. Vilt þú prófa að breyta þér í pokémon eða vinsæla sögupersónu úr manga? Við bjóðum upp á skrautlega búninga og skemmtilegar hárkollur. Komdu og taktu mynd af þér þar sem þú ert aðalpersónan í þínu manga ævintýri. Leiðbeinandi: Elínborg Ágústsdóttir

➡️ RATLEIKUR
(13-18)
Margir leyndardómar búa í myndasögudeildinni og þar finnast ævintýrin mörg. Leyfðu þínum innri spæjara að leika lausum hala og ráða gátuna. Umsjón: Guðrún Elísa

➡️ SÝNING MAKOTO YUKIMURA 
(13-19)
Makoto Yukimura kemur og sýnir myndir úr mangaseríunni um Vínlands sögu. Þess má geta að sagan er til á Borgarbókasafninu bæði á ensku og á japönsku!

➡️ MANGA KRAKKAR
(14-17)
Krökkum finnst ótrúlega gaman að teikna manga. Bára Ying sýnir yngri kynslóðinni leyndadóma mangastílsins og kennir ykkur að teikna uppáhaldspersónuna þína. Leiðbeinandi: Bára Ying

➡️ MANGA ANDLITSMYNDIR
(15-18)
Villimey dregur fram „þinn innri manga“ og teiknar af þér andlistmynd þar sem þitt rétta eðli gæti afhjúpast! Leiðbeinandi: Villimey Sigurbjörnsdóttir

➡️ JAPANSKT LETUR
(16-17)
Hvernig skrifarðu nafnið þitt á japönsku? Japanska sendiráðið kemur og kennir okkur japanskt letur!

➡️ KARÓKÍ
(17-20)
Japanir eru þekktir fyrir skemmtilegustu karókípartíin! Láttu ljós þitt skína og syngdu þitt uppáhaldslag. Það verður mangað stuð!

---

Dagskráin er hluti af Manga-hátíð í Reykjavík sem Borgarbókasafnið, Norræna húsið, Fyrirmynd, Japanska sendiráðið og námsgrein í japönsku við Háskóla Íslands standa að.