barmmerkjavél

Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Börn
Fræðsla
Ungmenni

Fiktdagar á Tilraunaverkstæðinu

Mánudagur 7. október 2019

Fiktum saman! Viltu læra hvernig á að prenta í þrívídd, búa til barmerki, forrita í Scratch og fleira í þeim dúr? Tilraunaverkstæðið er opið á alla mánudaga í október,  engin þekking nauðsynleg. 
Tilraunaverkstæðið býður upp á glæsilega aðstöðu í Gerðubergi og þangað eru krakkar hjartanlega velkomnir með foreldrum sínum eða á eigin vegum. 

Á bókasöfnunum er líka hægt að finna bækur um alls kyns tækni og tilraunir, bæði á söfnunum sjálfum og í Rafbókasafninu. Þar á meðal er gott úrval af bókum um Minecraft, forritun í Scratch og Python, Sonic Pi, þrívíddarprentun og allt mögulegt annað. 

Info in English on Facebook