Mömmugull
Mömmugull

Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 14:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn
Bókmenntir

Mömmugull og búningafjör

Laugardagur 9. febrúar 2019

Rithöfundurinn Katrín Ósk Jóhannsdóttir ætlar að koma til okkar og lesa fyrir okkur upp úr bókinni sinni Mömmugull.
Eftir lesturinn gefst börnum og fjölskyldum þeirra færi á að lita og teikna með Katrínu Ósk.
Einnig geta yngstu gestirnir brugðið sér í búninga af ýmsu tagi.

Bókin Mömmugull fjallar um unga stúlku sem leitar um allt hús að dýrmætum fjársjóði sem mamma hennar segist eiga, en engar vísbendingar eru um kistur fullar af gulli eða gersemum.
Loks kemur í ljós að stúlkan sjálf er fjársjóðurinn.

Bókin er einlæg og skemmtileg og kennir börnum að verðmætasti fjársjóður sem hægt er að eiga felst ekki í efnislegum hlutum, heldur ást fjölskyldu og vina.

Bókin verður til sölu staðnum fyrir þá sem vilja næla sér í eintak.

Ókeypis þátttaka, engin skráning og frítt kaffi og djús í boði í betri stofunni.
Þið eruð öll hjartanlega velkomin.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Sigrún Antonsdóttir, deildarbókavörður
sigrun.antonsdottir@reykjavik.is | s. 411-6230 og 411-6237

- - -

Info in English on Facebook event

Bækur og annað efni