Teikningar eftir Auði Þórhallsdóttur

Um þennan viðburð

Tími
14:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Bókmenntir
Börn
Sýningar

Sýning | Miðbæjarrottan - teikningar og skissur úr bókunum

Fimmtudagur 13. apríl 2023 - Fimmtudagur 27. apríl 2023

Staðsetning: 2. hæð, Hringurinn

Margir krakkar þekkja eflaust til bókanna um lattelepjandi miðbæjarrottuna Rannveigu, eftir Auði Þórhallsdóttur. Nú gefst tækifæri til að skyggnast bakvið tjöldin við gerð bókanna þriggja! Á þessari sýningu fá gestir að sjá ýmisskonar skissur og teikningar af Rannveigu og ævintýrum hennar.

Auður Þórhallsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1974. Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Sund og lærði ljósmyndun við GRIS-ART í Barcelona. Þá hefur hún einnig lagt stund á nám í þjóðfræði og spænsku við Háskóla Íslands og sótt sumarskóla í myndskreytingu barnabóka í Anglia Ruskin University, Cambridge School of Art.

Bækurnar um miðbæjarrottuna er orðnar þrjár; Miðbæjarrottan - Borgarsaga Miðbæjarrottan - Þetta kemur allt með kalda vatninu og Miðbæjarrottan - Húsin í bænum. Bækurnar eru myndabækur sem miðlar menningartengdu efni til barna á einfaldan og ævintýralegan hátt. Textinn er knappur en ýmsar upplýsingar liggja líka í teikningunum sem dýpka söguna. Miðbæjarrottan þarf að leysa ýmis vandamál en í leiðinni kynnumst við borginni, sögu hennar, byggingarlist, höggmyndalist og fleira. 

Sjá viðburð á Facebook hér.

Fyrir nánari upplýsingar:

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur

gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6145