Um þennan viðburð
Suður-Kóreskar myndabækur
Verið velkomin á kynningu á Suður-kóreskum myndabókum með Jo Hye-Young! Kynntar verða myndabækur með áherslu á kóreska menningu sem hafa verið sérvaldar af myndabókaklúbbi í Suður-Kóreu. Markmið viðburðarins er að deila menningu í gegnum bókmenntir og geta áhugasamir fengið að skoða 3D bækur, stimplað nafnið sitt á kóresku og komið að spurningum.
Á viðburðinum verður lesið upp úr barnabók, Suður-Kóreskar bækur verða til sýnis með enskum skýringum og þær kynntar.
Hye-Young Jo er meðlimur í myndabókaklúbbi í Suður-Kóreu og hefur mikinn áhuga á bókmenntum og Íslandi. Þetta er fyrsta ferð hennar til Íslands og hlakkar hún til að deila þekkingu og menningu sinni með ykkur.
Athugið að viðburðurinn verður á ensku.
Nánari upplýsingar veitir:
Lilja Rut Jónsdóttir, deildarfulltrúi
lilja.rut.jonsdottir@reykjavik.is | 411 6186