
Um þennan viðburð
Lestrargengið í 112 | Brúðarmyndin
Í október lesum við bókina Brúðarmyndin eftir Maggie O‘Farrell sem kom út 2022. Sagan fjallar um Lucrezíu de Medici, unga stúlku sem var uppi á 16. öldinni. Aðeins 16 ára gömul er hún gefin í hjónaband með hertoganum Alfonso af Ferrara. Í upphafi sögunnar fær lesandinn að vita að Lucrezíu grunar að eiginmaður hennar hafi í hyggju að myrða hana og frásögnin hverfist síðan í kringum það. Maggie O‘Farrell hefur einkum vakið athygli fyrir sögulegar skáldsögur sínar en Brúðarmyndin var tilnefnd til bresku verðlaunanna Womens Prize for Fiction.
Lestrargengið í 112 kemur saman einu sinni í mánuði til að spjalla og spekúlera í bókmenntum af ýmsum toga eftir jafnt íslenska sem erlenda höfunda. Þetta misserið ætlum við þó að eingöngu að lesa þýdd skáldverk eftir írska samtímarithöfunda. Markmiðið er að skapa vettvang til að ræða og skiptast á skoðunum um bókmenntir og eiga saman notalega stund á bókasafninu.
Við hittumst á Borgarbókasafninu Spönginni og komum okkur vel fyrir í hornsófanum á 2. hæðinni.
Leslistinn:
26. ágúst
Seint og um síðir - sögur af konum og körlum eftir Claire Keegan
30. september
Miðnæturrósin eftir Lucinda Riley
28. október
Brúðarmyndin eftir Maggie O'Farrell
25. nóvember
Strákurinn í röndóttu náttfötunum eftir John Boyne
9. desember
Millileikur eftir Sally Rooney
Sjá yfirlit yfir alla leshringi Borgarbókasafnsins
Skráning og nánari upplýsingar:
Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115