
Um þennan viðburð
Leshringur | Smámunir sem þessir
Hefur þú gaman af lestri skemmtilegra bóka?
Þá er þetta eitthvað fyrir þig.
Leshringurinn Ýmislegt hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að hitta annað fólk og spjalla um bækur á léttum nótum. Lesa á milli línanna og leyfa sér að láta hugann reika. Lesin er ein bók á mánuði auk einnar smásögu/smáprósa. Bækurnar geta verið af ýmsum toga, eftir íslenska jafnt sem erlenda höfunda.
Hópurinn hittist annan mánudag hvers mánaðar í Borgarbókasafninu Árbæ kl.16.30.
Skráning ekki nauðsynleg. Verið velkomin!
Leslistinn á haustönn:
13. október
Smámunir sem þessir, eftir Claire Keegan
Glampar eftir Kristínu Arngrímsdóttur, velja eina sögu
10. nóvember
Lítil tilraun til betra lífs: leynileg dagbók Hendriks Groen, 83 1/4 ára, eftir Hendrik Groen
Þöglu myndirnar, eftir Gyrði Elíasson, velja einn
8. desember
Eldarnir, eftir Sigríði Hagalín
Rétt áðan, eftir Illuga Jökulsson, velja eina sögu
Nánari upplýsingar veitir:
Kristín Guðbrandsdóttir, sérfræðingur
kristin.gudbrandsdottir@reykjavik.is | 411 6250