
Um þennan viðburð
Leshringur | Glataðir snillingar
Í nóvember ræðum við Glataða snillinga eftir helsta skáld Færeyja, William Heinesen. Hún fjallar um þrjá músíkalska syni kirkjuvarðar og átök þeirra við trúarofstækismenn við upphaf 20. aldar í Færeyjum. Hún var þýdd af Þorgeiri Þorgeirssyni árið 1984 en hafði áður komið út undir heitinu Slagur vindhörpunnar í þýðingu Guðfinnu Þorsteinsdóttur, einnig þekktri sem Erlu skáldkonu.
Umfjöllun um Heinesen má finna hér í Morgunblaðinu á tímarit.is sem og viðtal við þýðandann.
Leshringurinn Sólkringlan hittist venjulega þriðja fimmtudag í mánuði kl. 17.30-18.30 í Borgarbókasafninu Kringlunni, frá september til maí.
Dagskráin fyrir haustið 2025 er eftirfarandi:
- 18. september: Merking eftir Fríðu Ísberg
- 16. október: Ævisaga þorsksins eftir Mark Kurlansky
- 20. nóvember: Glataðir snillingar eftir William Heinesen
- 18. desember: Paradís eftir Abdulrazak Gurnah
Umsjón og skráning:
Guttormur Þorsteinsson, sérfræðingur
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | 411 6204