Glæpafár | Alþjóðleg glæpastarfsemi Satu og Joachim
Satu Rämö og Joachim B. Schmidt

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslenska
Bókmenntir
Fræðsla
Spjall og umræður

Glæpafár á Íslandi | Alþjóðleg glæpastarfsemi

Fimmtudagur 12. september 2024

Ævar Örn Jósepsson ræðir við glæpasagnahöfundana Joachim B. Schmidt og Satu Rämö en þau settust bæði að á Íslandi og hafa skrifað vinsælar glæpasögur sem gerast hér á landi, á Raufarhöfn og Ísafirði. Ævar sem ruddi sjálfur brautina í íslenskum glæpasagnaskrifum yfirheyrir þau um hvers vegna þau völdu Ísland, bæði sem heimili og sögusvið.

Joachim B. Schmidt er fæddur í Sviss, ólst upp í Ölpunum og hefur búið á Íslandi síðan 2007. Fyrsta skáldsagan hans kom út árið 2013 en hann hefur slegið í gegn á Íslandi með bókum sínum um Kalman Óðinsson, sjálfskipaðan lögreglustjóra á Raufarhöfn. Fyrsta bókin komst á metsölulista Der Spiegel og vann til fjölda verðlauna. Hún hlaut meðal annars Ísnálina fyrir best þýddu glæpasöguna í þýðingu Bjarna Jónssonar.

Satu Rämö flutti til Íslands frá Finnlandi sem hagfræðinemi en lagði í staðinn fyrir sig íslenska menningu, bókmenntir og þjóðsögur. Hún hefur skrifað fjölda bóka um Ísland fyrir Finnlandsmarkað en sló rækilega í gegn með fyrstu glæpasögunni sinni um lögreglukonuna Hildi sem fór beint í toppsætið þar í landi. Fyrsta bókin í þríleiknum kemur út á íslensku í ágúst og hefur verið eða mun verða þýdd á fjölda annarra tungumála.

Ævar Örn Jósepsson hefur bæði skrifað og þýtt glæpasögur sjálfur, samið krossgátur og flutt fréttir ásamt því að gegna formennsku í hinu íslenska glæpafélagi sem stendur á bakvið verkefnið Glæpafár á Íslandi í samstarfi við Borgarbókasafnið og önnur almenningsbókasöfn um land allt.

Verkefnið Glæpafár á Íslandi er styrkt af Bókasafnasjóði.

Viðburður á Facebook.

Hið íslenska glæpafélag á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Guttormur Þorsteinsson, bókavörður
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | s. 411 6204

Ævar Örn Jósepsson, formaður Hins íslenska glæpafélags
avarorn@internet.is

Bækur og annað efni