fantasíur og vísindaskáldskapur
fantasíur og vísindaskáldskapur

Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Bókmenntir

Bókaspjall - Fantasíur og vísindaskáldskapur

Mánudagur 14. október 2019

Mánudaginn 14. október milli kl. 17:15 og 18:00 verður annað bókaspjall vetrarins í Borgarbókasafninu í Spöng.
Að þessu sinni ætlum við að spjalla um fantasíu- og vísindaskáldsögur.

Langar þig að segja frá bók sem þú last og mæla með henni við aðra eða fá hugmyndir að nýju lesefni?
Vertu þá velkomin(n) á bókaspjallið!

Engin skráning, ókeypis þátttaka og frítt kaffi í boði.

Opinn umræðuhópur um bækur:
Eitt þema verður tekið fyrir hverju sinni og ekki þarf að mæta í öll skiptin.
Við hittumst annan mánudag í mánuði klukkan 17:15 á 2. hæð á Borgarbókasafninu í Spöng.
Næst hittumst við 11. nóvember og tökum fyrir sögulegar skáldsögur.

Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Antonsdóttir, deildarbókavörður
Netfang: sigrun.antonsdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6230

 

- - - Info in English on Facebook - - -