Bækur og gleraugu
Bækur og gleraugu

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Spjall og umræður

Leshringur | Bókasafn föður míns

Fimmtudagur 12. desember 2019

Leshringurinn Sólkringlan hittist annan eða þriðja fimmtudag í mánuði kl. 17.30-18.30 í Borgarbókasafninu Kringlunni. Haustið 2019 verða lesnar skáldsögur og smásögur höfunda á bókmenntahátíð 2019.

Í desember ræðum við um Bókasafn föður míns eftir Ragnar Helga Ólafsson. Þetta er illflokkanleg bók, kveðja til föður höfundar og bókarinnar sjálfrar. Hún er bæði frásögn af sambandi föður og sonar og hugleiðing um bókaformið og tilgang þess á 21. öldinni með litlum sýnishornum af þeim fróðleik sem finna má í umræddu bókasafni.

Skráning og frekari upplýsingar
Guttormur Þorsteinsson, bókavörður
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | 411 6204

Bækur og annað efni