Skrifstofan - Ritlistarnámskeið
Skrifstofan - Ritlistarnámskeið

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Fræðsla

Skrifstofan | Útgáfuhóf - smátextar

Miðvikudagur 11. desember 2019

Þátttakendur í námskeiðinu Smátextar: frá örsögu til útgáfu fagna útkomu samnefnds heftis sem inniheldur alls fjörutíu texta eftir tuttugu spennandi höfunda. 

Námskeiðið var haldið á vettvangi ritsmíðaverkstæðisins Skrifstofunnar, Borgarbókasafninu Kringlunni, haustið 2019 og tók til ritunar smátexta - örsagna sem ljóða, smáprósa sem prósaljóða. Höfundar völdu tvo texta úr því efni sem þeir rituðu til útgáfu. Leiðbeinandi var Sunna Dís Másdóttir en hún er jafnframt ritstjóri útgáfunnar. 

Þetta er í fyrsta skipti sem Borgarbókasafnið gefur út afrakstur ritlistarnámskeiðs með þessum hætti. 

Höfundar lesa úr efni sínu og boðið verður upp á veitingar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Nánari upplýsingar veita:

Sunna Dís Másdóttir
sunnadis@gmail.com

Guðríður Sigurbjörnsdóttir
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is

Síða Skrifstofunnar á vef Borgarbókasafnsins