Verkstæðið Árbæ

Á Verkstæðinu í Árbæ er hægt er að sauma, gera við og taka upp snið. Þar má finna tvær venjulegar saumavélar og eina overlock-vél sem gestir geta notað hvenær sem er á opnunartíma safnsins. Gengið er út frá því að þau sem nýta sér verkstæðið séu að mestu leiti sjálfbjarga, en boðið er upp á reglulega viðburði þar sem kennt er á vélarnar og veitt er aðstoð við saumaskapinn.

hendur að vinna á saumavél

Við mælum með því að mæta á Fiktdaga ef þú ert að taka þín fyrstu skref eða ef þig vantar aðstoð við að læra á þau tól og tæki sem Verkstæðið hefur upp á að bjóða.

Einnig er að finna alls kyns bókakost tengdan hannyrðum á safninu.