Hljóðverið Úlfarsárdal
Hljóðverið er fullbúið hljóðver í Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal. Bókaðu tíma í Hljóðverinu hér.
Notendur bókasafnsins geta bókað Hljóðverið og notað upptökubúnað safnins til að taka upp og vinna tónlist þeim að kostnaðarlausu.
Í bókunarforminu hér fyrir neðan má bóka 2 klukkustundir í senn. Vegna sóttvarna bætist við 15 mínútna hlé í lok hverrar bókunar.
- Gestum er frjálst að bóka allt að fjóra klukkutíma í senn í Hljóðverinu.
- Hljóðverið er opið á mánudögum og þriðjudögum frá 15:00 til 19:00.
- Notendur þurfa að hafa gilt bókasafnskort hjá Borgarbókasafninu
(Ef þú vilt athuga hvort kortið þitt sé í gildi getur þú skráð þig inn á „Mínar síður“ hér efst á síðunni. Ef kortið er útrunnið verður þér boðið að endurnýja gildistímann.)
Tæknilegar upplýsingar
Í Hljóðverinu býðst fólki að taka upp og vinna tónlist. Hægt er að taka upp margra manna hljómsveit eða bara vinna upp á eigin spýtur. Allar helstu græjur eru til staðar. Þar á meðal gítar, bassi, trommur, hljómborð, hljóðnemar og hljóðvinnslu forrit.
Í Hljóðverinu er meðal annars að finna:
- Macmini með Logic Pro X, Fabfilter FX bundle, Izotope Elements og Arturia Analog Lab
- Apogee Ensemble hljóðkort
- Yamaha HS7 hátalara og Yamaha HS 8S bassabox
- Beyerdynamic DT1770 PRO heyrnartól
- Behringer PolyD hljómgervill og Arturia KeyLab 88 MIDI hljómborð
- Fender Stratocaster og Fender P Bass
- Yamaha Stage Custom trommusett með Dream diskum
- Úrval af hljóðnemum. Þar á meðal RODE NT2, Sennheiser MD-421, Slate ML 2