Röð
Útkall #23
Útkallsbækur Óttars Sveinssonar hafa 23 ár í röð verið eitthvert vinsælasta lesefni Íslendinga. Hér er sagt frá því þegar áhöfn varnarliðsþyrlu bjargar skipbrotsmanni af Svanborgu SH 404 undir Svörtuloftum á Snæfellsnesi 2001. Einnig er frásögn af því þegar jeppi með tveimur mönnum hrapar 30 metra niður í sprungu á Hofsjökli árið 2006. Björgununum var báðum líkt við kraftaverk. (Heimild: Bókatíðindi)