Þegar nasistar hertaka Frakkland fer tilvera systranna Vianne og Isabelle á hvolf. Ógnin lúrir í hverju skúmaskoti en þær láta ekki bugast og finna hvor um sig leið til að takast á við napran raunveruleikann. Öllu skal fórnað fyrir þá sem eru í nauðum staddir – jafnvel lífinu sjálfu. Mögnuð saga um ástir, harm og hugrekki kvenna á stríðstímum. (Heimild: Bókatíðindi)